Golfmót Dansk-íslenska viðskiptaráðsins haldið 19. maí

   

Tími:     Föstudaginn 19. maí 2017 kl. 08.00-16.00
Staður:  Furesø Golfklub, Hestkøbvænge 4, 3460 Birkerød
Skráning:  Smelltu hér til að ská þig 

Golfmót Dansk íslenska viðskiptaráðsins verður haldið föstudaginn 19. maí í Furesø golfklúbbnum í Birkerød, rétt utan við Kaupmannahöfn. Hámarksforgjöf er 36 og verður keppt skv. Stableford fyrirkomulagi í liða og einstaklingskeppni. Verðlaun verða veitt fyrir nánd og lengsta högg. 
Glæsileg verðlaun frá Icelandair í boði. 

Opnað hefur verið fyrir skráningar og við vonumst til að sjá sem flesta félaga ásamt viðskiptafélögum og gestum er vilja efla og viðhalda viðskiptatengslum milli Danmerkur og Íslands.
 

Dagskrá

08:00  | Innskráning
09:00  | Spil
13:30  | Hádegisverður og verðlaunaafhending

Verð: 500 DKK

Kostunaraðilar mótsins eru Samskip og Icelandair, sem jafnframt veitir veglega vinninga á mótinu.