Fundur um danska matvŠlamarka­inn

4. maí - kl. 14-16 - Grand hótel Reykjavík/Hvammur

Íslandsstofa í samstarfi við Dansk-íslenska viðskiptaráðið býður til fundar um danska matvælamarkaðinn fimmtudaginn 4. maí nk. Fjallað verður um útflutning matvæla til Danmerkur, þróun og einkenni markaðarins, tækifæri, kröfur og straumar og stefnur. Þá munu fulltrúar íslenskra fyrirtækja einnig greina frá sinni reynslu á þessum vettvangi.

Skráning á fundinn

DAGSKRÁ:

 • Útflutningur matvæla frá Íslandi – staðan í dag og þróun síðustu ára
  - Bryndís Eiríksdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu
   
 • Danski smásölumarkaðurinn – tækifæri fyrir íslenskar vörur, áskoranir í flutningum og dreifileiðir á danska markaðinum og nær mörkuðum hans 
  - Gustaf Ólafsson er menntaður fiskeldisfræðingur frá Noregi, og hefur unnið í matvælageiranum síðan 1988. Hann hefur meðal annars starfað sem forstjóri hjá drykkjarvörufyrirtækinu Harboe og Harboe Farm í 12 ár, en í dag rekur hann fyrirtækið Möllebakkens í Danmörku, sem sérhæfir sig í sölu á fiski og íslenskum matvælum í Evrópu. Gústaf hefur yfirgripsmikla þekkingu á matvælamarkaðinum í Skandinavíu og nágrannalöndum og hann starfar einnig sem ráðgjafi fyrir erlend og íslensk fyrirtæki í matvælageiranum.
   
 • Straumar og stefnur á danska matvælamarkaðinum – frá sjónarhorni kaupanda á fyrirtækjamarkaði
  - Martin H. Zielke er stjörnukokkur frá Danmörku, menntaður frá hinum þekkta Michelin veitingastað Kong Hans Kælder. Hann stofnaði fyrirtækið Simply cooking árið 2000. Simply cooking leggur ríka áherslu á heilsusamlegan mat og rekur í dag 10 mötuneyti í Kaupmannahöfn ásamt því að selja tilbúinn mat til fyrirtækja, bjóða upp á veisluþjónustu og reka kokkaskóla. Martin starfar einnig við vöruþróun og hefur gefið út tvær matreiðslubækur ásamt því að vera með matreiðsluþætti í sjónvarpi.  
   
 • Reynslusögur fyrirtækja
  - Fulltrúar fyrirtækja sem flytja út matvæli til Danmerkur segja frá sinni reynslu af markaðinum

Nánari upplýsingar um fundinn veita Áslaug Guðjónsdóttir, aslaug@islandsstofa.is og Bryndís Eiríksdóttir, bryndis@islandsstofa.is, eða í síma 511 4000. 

Aðgangur á fundinn er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram