Fréttir frá viðskiptafulltrúa

Nýsköpun á Norðurbryggju

Sjö íslensk nýsköpunarfyrirtæki kynntu vörur sínar fyrir dönskum fjárfestum, söluaðilum og öðrum mögulegum samstarfsaðilum á viðburðinum Heilsa úr hafi sem sendiráðið stóð fyrir á miðvikudaginn í samvinnu við Íslandsstofu og Viðskiptaklúbb Norðurbryggju. Þá fjölluðu Vilhjálmur Jens Árnason frá Sjávarklasanum og Andri Marteinsson frá Íslandsstofu um mikilvægi samstarfs, bætta nýtingu hráefnis og aukna verðmætasköpun í sjávarútvegi.

Fundurinn var vel sóttur og lýstu fulltrúar fyrirtækja jafnt sem gestir ánægju með hvernig til tókst. Sendiráðið þakkar fyrirtækjunum Keynatura, Arctic Star, Dropi, HKM Sea Products, Primex, Margildi og Saga Medica fyrir gott samstarf og óskar þeim góðs gengis á danska markaðnum.